top of page
LEIKLISTARNÁMSKEIÐIN
VESTURBÆJARSKÓLI_VOR_2016_6.JPG

Leynileikhúsið starfrækir leiklistarnámskeið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi fyrir krakka á grunnskólaaldri.

Á námskeiðunum læra krakkarnir að leika, búa til persónur og spinna leikrit. Það mjög mikið spunnið á námskeiðinu. 

Þegar leikarar spinna leika þeir allskonar sem þeir voru ekki búnir að ákveða fyrirfram 

Leynileikararnir ákveða svo sjálfir hvað þeir leika í lokasýningunni sem er búin til í kringum persónurnar sem leikararnir velja sér.  

ÞAÐ MÁ LEIKA ALLT SEM leynileikurunum dettur í hug að leika 

Námskeiðin fara fram á vorönn og haustönn í kennslurýmum inni í hverfunum eins og skólastofum í grunnskólum, félagsheimilum og félagsmiðstöðvum. Í lok námskeiðsins er lokasýning æfð og sýnd í alvöru leikhúsi þar sem leynileikararnir læra að umgangast leikhús, æfa á sviðinu í ljósum og búningum og fá förðun. Svo er leikhúsgestum boðið að koma og sjá og úr verður leikhúsveisla.

Leynileikari er leikari sem leikur í Leynileikhúsinu

Leynileikhúsið var stofnað í Reykjavík árið 2004.

bottom of page